Trump og Schwarzenegger í hár saman vegna The Apprentice Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 19:47 Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Vísir/Getty Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Schwarzenegger tók við umsjón þáttarins eftir að Trump ákvað að snúa sér alfarið að pólitískum ferli sínum og fór fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð í loftið síðastliðinn mánudag. Alls minnkaði áhorf á fyrsta þáttinn um 44 prósent frá frumsýningu fyrsta þáttar árið 2015 þegar Trump hafði umsjón með þáttunum. Trump þótti ekki mikið til koma og tók til Twitter til að viðra skoðun sína. Hann sagði að Schwarzenegger hefði verið „kaffærður“ og talaði um sjálfan sig í þriðju persónu sem „áhorfs vélina DJT.“ Hann spurði jafnframt hverjum væri ekki sama um Schwarzenegger, sem hafi stutt framboð Hillary Clinton til forseta. Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig. Hann óskaði Trump alls hins besta í nýja starfinu og sagðist vona að hann myndi vinna jafn ötullega í þágu allra Bandaríkjamanna eins og hann vann fyrir sjónvarpsáhorfi. Þá setti hann einnig inn myndband þar sem hann vitnaði í ræðu Abraham Lincoln. Wow, the ratings are in and Arnold Schwarzenegger got "swamped" (or destroyed) by comparison to the ratings machine, DJT. So much for....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 I wish you the best of luck and I hope you'll work for ALL of the American people as aggressively as you worked for your ratings.— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Please study this quote from Lincoln's inaugural, @realDonaldTrump. It inspired me every day I was Governor, and I hope it inspires you. pic.twitter.com/QRoOFTZfQ9— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Schwarzenegger tók við umsjón þáttarins eftir að Trump ákvað að snúa sér alfarið að pólitískum ferli sínum og fór fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð í loftið síðastliðinn mánudag. Alls minnkaði áhorf á fyrsta þáttinn um 44 prósent frá frumsýningu fyrsta þáttar árið 2015 þegar Trump hafði umsjón með þáttunum. Trump þótti ekki mikið til koma og tók til Twitter til að viðra skoðun sína. Hann sagði að Schwarzenegger hefði verið „kaffærður“ og talaði um sjálfan sig í þriðju persónu sem „áhorfs vélina DJT.“ Hann spurði jafnframt hverjum væri ekki sama um Schwarzenegger, sem hafi stutt framboð Hillary Clinton til forseta. Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig. Hann óskaði Trump alls hins besta í nýja starfinu og sagðist vona að hann myndi vinna jafn ötullega í þágu allra Bandaríkjamanna eins og hann vann fyrir sjónvarpsáhorfi. Þá setti hann einnig inn myndband þar sem hann vitnaði í ræðu Abraham Lincoln. Wow, the ratings are in and Arnold Schwarzenegger got "swamped" (or destroyed) by comparison to the ratings machine, DJT. So much for....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 I wish you the best of luck and I hope you'll work for ALL of the American people as aggressively as you worked for your ratings.— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Please study this quote from Lincoln's inaugural, @realDonaldTrump. It inspired me every day I was Governor, and I hope it inspires you. pic.twitter.com/QRoOFTZfQ9— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira