Bandaríkin borga vegginn og Mexíkó verður rukkað síðar Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2017 12:00 Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa biðlað til leiðtoga repúblikana á þingi að útvega fé til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Verið er að skoða hvort hægt sé að byggja vegginn án nýrra laga með því að nýta lög frá 2006. Með því að nýta gömul lög gætu Trump og repúblikanar, samkvæmt AP fréttaveitunni, komist hjá miklum deilum á þinginu og mögulegu málþófi og mótmælum demókrata. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin samkvæmt CNN. Trump segir að Mexíkó verði seinna meir rukkað fyrir smíði veggsins. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn.Mexico will pay for the wall - 100%!#MakeAmericaGreatAgain #ImWithYouhttps://t.co/pSFuPZz0xP— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2016 Stjórnvöld í Mexíkó segja það hins vegar ekki koma til greina og mögulegt er að reikningurinn mundi enda hjá skattgreiðendum í Bandaríkjunum. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Trump hefur einnig heitið því að veggurinn verði að mestu byggður úr steypu og stáli, en veggurinn var eitt helsta kosningaloforð hans. Hins vegar þykir ólíklegt að lögin sem um ræðir myndu gera stjórnvöldum kleift að byggja svo dýran vegg. Því er líklegra að girðing verði reist. Trump hefur nú tjáð sig um fréttir morgunsins á Twitter, þar sem hann skammast yfir því að fjölmiðlar geri ekki grein fyrir því að Mexíkó verði rukkað síðar, eins og Trump stakk upp á í október. Bandaríkin muni borga fyrir smíðina á veggnum til að spara tíma. Svo verði Mexíkó þvingað til að borga.The dishonest media does not report that any money spent on building the Great Wall (for sake of speed), will be paid back by Mexico later!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 Á kosningasíðu Trump má finna skjal þar sem farið er yfir hvernig Mexíkó gæti borgað fyrir veginn. Þar er til dæmis stungið upp á því að peningasendingar frá Bandaríkjunum til Mexíkó yrðu skattlagðar. Það er eftir að því yrði komið á að enginn gæti flutt peninga frá Bandaríkjunum án þess að staðfesta löglega veru sína í landinu. Í tillögunum kemur einnig fram að hægt væri að þvinga Mexíkó til að borga með tollum og með því að koma í veg fyrir ferðalög Mexíkóa yfir landamærin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ætlar að vísa allt að þremur milljónum úr landi Segist ætla að einblína á ólöglega innflytjendur sem eru glæpamenn. 13. nóvember 2016 19:55 Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó Verðandi forseta Bandaríkjanna hugnast ekki erlend framleiðsla á bifreiðum sem seldar eru á Bandaríkjamarkaði. 5. janúar 2017 23:37 Trump og forseti Mexíkó ræddu ekki hver myndi borga fyrir landamæravegginn Donald Trump og Enrique Pena hittust á fundi í kvöld. 31. ágúst 2016 21:03 Trump ítrekar að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni borga brúsann Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segist ekkert hafa hvikað frá þeirri stefnu sinni að reisa vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, nái hann kjöri í nóvember næstkomandi. 1. september 2016 07:56 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Starfsmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa biðlað til leiðtoga repúblikana á þingi að útvega fé til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Verið er að skoða hvort hægt sé að byggja vegginn án nýrra laga með því að nýta lög frá 2006. Með því að nýta gömul lög gætu Trump og repúblikanar, samkvæmt AP fréttaveitunni, komist hjá miklum deilum á þinginu og mögulegu málþófi og mótmælum demókrata. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin samkvæmt CNN. Trump segir að Mexíkó verði seinna meir rukkað fyrir smíði veggsins. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn.Mexico will pay for the wall - 100%!#MakeAmericaGreatAgain #ImWithYouhttps://t.co/pSFuPZz0xP— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2016 Stjórnvöld í Mexíkó segja það hins vegar ekki koma til greina og mögulegt er að reikningurinn mundi enda hjá skattgreiðendum í Bandaríkjunum. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Trump hefur einnig heitið því að veggurinn verði að mestu byggður úr steypu og stáli, en veggurinn var eitt helsta kosningaloforð hans. Hins vegar þykir ólíklegt að lögin sem um ræðir myndu gera stjórnvöldum kleift að byggja svo dýran vegg. Því er líklegra að girðing verði reist. Trump hefur nú tjáð sig um fréttir morgunsins á Twitter, þar sem hann skammast yfir því að fjölmiðlar geri ekki grein fyrir því að Mexíkó verði rukkað síðar, eins og Trump stakk upp á í október. Bandaríkin muni borga fyrir smíðina á veggnum til að spara tíma. Svo verði Mexíkó þvingað til að borga.The dishonest media does not report that any money spent on building the Great Wall (for sake of speed), will be paid back by Mexico later!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 Á kosningasíðu Trump má finna skjal þar sem farið er yfir hvernig Mexíkó gæti borgað fyrir veginn. Þar er til dæmis stungið upp á því að peningasendingar frá Bandaríkjunum til Mexíkó yrðu skattlagðar. Það er eftir að því yrði komið á að enginn gæti flutt peninga frá Bandaríkjunum án þess að staðfesta löglega veru sína í landinu. Í tillögunum kemur einnig fram að hægt væri að þvinga Mexíkó til að borga með tollum og með því að koma í veg fyrir ferðalög Mexíkóa yfir landamærin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ætlar að vísa allt að þremur milljónum úr landi Segist ætla að einblína á ólöglega innflytjendur sem eru glæpamenn. 13. nóvember 2016 19:55 Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó Verðandi forseta Bandaríkjanna hugnast ekki erlend framleiðsla á bifreiðum sem seldar eru á Bandaríkjamarkaði. 5. janúar 2017 23:37 Trump og forseti Mexíkó ræddu ekki hver myndi borga fyrir landamæravegginn Donald Trump og Enrique Pena hittust á fundi í kvöld. 31. ágúst 2016 21:03 Trump ítrekar að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni borga brúsann Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segist ekkert hafa hvikað frá þeirri stefnu sinni að reisa vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, nái hann kjöri í nóvember næstkomandi. 1. september 2016 07:56 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Trump ætlar að vísa allt að þremur milljónum úr landi Segist ætla að einblína á ólöglega innflytjendur sem eru glæpamenn. 13. nóvember 2016 19:55
Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó Verðandi forseta Bandaríkjanna hugnast ekki erlend framleiðsla á bifreiðum sem seldar eru á Bandaríkjamarkaði. 5. janúar 2017 23:37
Trump og forseti Mexíkó ræddu ekki hver myndi borga fyrir landamæravegginn Donald Trump og Enrique Pena hittust á fundi í kvöld. 31. ágúst 2016 21:03
Trump ítrekar að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni borga brúsann Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segist ekkert hafa hvikað frá þeirri stefnu sinni að reisa vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, nái hann kjöri í nóvember næstkomandi. 1. september 2016 07:56
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00