Landbúnaður á villigötum Þröstur Ólafsson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Aldrei fór það svo, að stjórnkerfi landbúnaðarins megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjárausturinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið; jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almennings. Viðskiptaleg einokun og einangrun íslenskrar matvælaframleiðslu er slík að frekar illa þokkuð iðnaðarframleiðsla á eggjum og kjúklingum er hér seld á uppsprengdu verði. Öll atvinnustarfsemi þarfnast samkeppni ef hún á að þroskast, einnig landbúnaður, enda ber íslenskur landbúnaður stöðnuninni og ofdekri vitni. Allt þetta hefur verið þekkt og þolað. Jafnvel sú fáránlega þversögn hefur verið gjaldgeng, að jafn erfitt landbúnaðarland sem Ísland er, sem býður eigin þegnum dýrustu matvæli, geti með hinni hendinni flutt út matvæli á ódýra samkeppnismarkaði. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta matinn, heldur eru þeir skyldaðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. Ósjálfráð meðvirkni Það sem kom á óvart var ósjálfráð meðvirkni ríkisstjórnarinnar þegar hún, skömmu fyrir jólin, lagði til að auka fé til erlendrar markaðssetningar á landbúnaðarvörum, einkum lambakjöti. Þar á bæ eru menn svo næmir fyrir kenjum og offrekju kerfisins, að óþarfi er að biðja um viðbótarfé, það kemur af sjálfu sér. Það kannaðist nefnilega enginn við að hafa beðið um þessar 100 m.kr. Markaðsnefndin segist ekki hafa beðið um þetta. Skyldu það hafa verið pólitísku bændahöfðingjarnir á Alþingi? Á meðan forstjóri Landspítalans talar um neyðarástand; meðan ekki má manna lögregluna nægilega; meðan vegakerfið er víða í lamasessi; meðan heilsugæslan er á horriminni; meðan hluti aldraðra lifir við sultarkjör – þá er fé ausið í tilgangslausan útflutning á lambakjöti. Einu rökin voru að verð á lambakjöti mætti ekki lækka hér heima, bara erlendis! Það er göfug gjafmildi. Þessi pólitísku heljartök sem landbúnaðurinn hefur á löggjafanum eru afkvæmi tærandi dreifbýlishyggju og misvægis atkvæða, sem er smánarblettur á íslensku lýðræði. Þó ný ríkisstjórn kæmi engu öðru í verk en jafna atkvæðavægið, þá væri það umtalsverður áfangi. Jöfnun gildis atkvæða er grundvallarréttlætismál og jafnframt forsenda þess, að skynsemin (brjóstvitið) öðlist eðlilegan sess við úrlausn mála á Alþingi. Óráðsía offramleiðslunnar Svo er það þessi hvimleiða regla um framboð og eftirspurn. Ríkisstýrð hagkerfi eða framleiðslugreinar hafa tilhneigingu til að líta fram hjá henni. Hún bankar þó upp á að lokum. Hér halda menn áfram offramleiðslu og hvetja til aukningar með þá glapræðistálsýn að leiðarljósi, að nú fari erlendir markaðir að opnast. Hvað skyldi vera búið að eyða mörgum milljörðum í sjálfsblekkjandi markaðsaðgerðir vestan hafs sl. hálfa öld? Það brást. Nú er einblínt á Kína, því ekki má undir neinum kringumstæðum draga úr framleiðslunni. Hér heima er öllum ráðum beitt til að þrengja svo kosti íslenskra neytenda að fram hjá lambakjötinu sé torleiði. Hvað skyldi ráða því að bændaforystan hafi valið þráláta offramleiðslu sem meginreglu við stýringu á framboði lambakjöts, og komist upp með það? Ekki er það eftirtekjan, hvað þá umhyggjan fyrir afkomu bænda. Hún er og verður rýr þrátt fyrir fjárausturinn af almannafé. Launhelgi þjóðarinnar á sauðkindinni hjálpar þar eflaust til. Til eru þó aðrar árangursríkar leiðir. Í framhaldi af setningu aflamarksreglu í sjávarútvegi og lögfestingu kvótakerfisins (1985), var gerð tilraun með að kvótasetja landbúnaðarframleiðsluna. Hugmyndin var sú að aðlaga framleiðsluna að heimamarkaði. Þetta var skynsamleg nálgun sem smám saman hefði bætt afkomu búanna um leið og þeim hefði fækkað, sbr. þróunina í sjávarútvegi. Samdráttur er nefnilega árangursríkasta aðferðin við að draga úr offramleiðslu. Þessi tilraun fékk ekki að þróast. Bændaforystan gafst fljótlega upp á leið skynseminnar en valdi slóð óráðsíunnar. Hún var studd af stjórnmálaflokkum sem studdu og styrktust af misvægi atkvæða. Vituð þér enn, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Aldrei fór það svo, að stjórnkerfi landbúnaðarins megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjárausturinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið; jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almennings. Viðskiptaleg einokun og einangrun íslenskrar matvælaframleiðslu er slík að frekar illa þokkuð iðnaðarframleiðsla á eggjum og kjúklingum er hér seld á uppsprengdu verði. Öll atvinnustarfsemi þarfnast samkeppni ef hún á að þroskast, einnig landbúnaður, enda ber íslenskur landbúnaður stöðnuninni og ofdekri vitni. Allt þetta hefur verið þekkt og þolað. Jafnvel sú fáránlega þversögn hefur verið gjaldgeng, að jafn erfitt landbúnaðarland sem Ísland er, sem býður eigin þegnum dýrustu matvæli, geti með hinni hendinni flutt út matvæli á ódýra samkeppnismarkaði. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta matinn, heldur eru þeir skyldaðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. Ósjálfráð meðvirkni Það sem kom á óvart var ósjálfráð meðvirkni ríkisstjórnarinnar þegar hún, skömmu fyrir jólin, lagði til að auka fé til erlendrar markaðssetningar á landbúnaðarvörum, einkum lambakjöti. Þar á bæ eru menn svo næmir fyrir kenjum og offrekju kerfisins, að óþarfi er að biðja um viðbótarfé, það kemur af sjálfu sér. Það kannaðist nefnilega enginn við að hafa beðið um þessar 100 m.kr. Markaðsnefndin segist ekki hafa beðið um þetta. Skyldu það hafa verið pólitísku bændahöfðingjarnir á Alþingi? Á meðan forstjóri Landspítalans talar um neyðarástand; meðan ekki má manna lögregluna nægilega; meðan vegakerfið er víða í lamasessi; meðan heilsugæslan er á horriminni; meðan hluti aldraðra lifir við sultarkjör – þá er fé ausið í tilgangslausan útflutning á lambakjöti. Einu rökin voru að verð á lambakjöti mætti ekki lækka hér heima, bara erlendis! Það er göfug gjafmildi. Þessi pólitísku heljartök sem landbúnaðurinn hefur á löggjafanum eru afkvæmi tærandi dreifbýlishyggju og misvægis atkvæða, sem er smánarblettur á íslensku lýðræði. Þó ný ríkisstjórn kæmi engu öðru í verk en jafna atkvæðavægið, þá væri það umtalsverður áfangi. Jöfnun gildis atkvæða er grundvallarréttlætismál og jafnframt forsenda þess, að skynsemin (brjóstvitið) öðlist eðlilegan sess við úrlausn mála á Alþingi. Óráðsía offramleiðslunnar Svo er það þessi hvimleiða regla um framboð og eftirspurn. Ríkisstýrð hagkerfi eða framleiðslugreinar hafa tilhneigingu til að líta fram hjá henni. Hún bankar þó upp á að lokum. Hér halda menn áfram offramleiðslu og hvetja til aukningar með þá glapræðistálsýn að leiðarljósi, að nú fari erlendir markaðir að opnast. Hvað skyldi vera búið að eyða mörgum milljörðum í sjálfsblekkjandi markaðsaðgerðir vestan hafs sl. hálfa öld? Það brást. Nú er einblínt á Kína, því ekki má undir neinum kringumstæðum draga úr framleiðslunni. Hér heima er öllum ráðum beitt til að þrengja svo kosti íslenskra neytenda að fram hjá lambakjötinu sé torleiði. Hvað skyldi ráða því að bændaforystan hafi valið þráláta offramleiðslu sem meginreglu við stýringu á framboði lambakjöts, og komist upp með það? Ekki er það eftirtekjan, hvað þá umhyggjan fyrir afkomu bænda. Hún er og verður rýr þrátt fyrir fjárausturinn af almannafé. Launhelgi þjóðarinnar á sauðkindinni hjálpar þar eflaust til. Til eru þó aðrar árangursríkar leiðir. Í framhaldi af setningu aflamarksreglu í sjávarútvegi og lögfestingu kvótakerfisins (1985), var gerð tilraun með að kvótasetja landbúnaðarframleiðsluna. Hugmyndin var sú að aðlaga framleiðsluna að heimamarkaði. Þetta var skynsamleg nálgun sem smám saman hefði bætt afkomu búanna um leið og þeim hefði fækkað, sbr. þróunina í sjávarútvegi. Samdráttur er nefnilega árangursríkasta aðferðin við að draga úr offramleiðslu. Þessi tilraun fékk ekki að þróast. Bændaforystan gafst fljótlega upp á leið skynseminnar en valdi slóð óráðsíunnar. Hún var studd af stjórnmálaflokkum sem studdu og styrktust af misvægi atkvæða. Vituð þér enn, eða hvað?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar