Airbnb útleiga meira en afhending lykla Sæunn Gísladóttir skrifar 4. janúar 2017 09:00 Hermann Guðmundsson hefur starfað sem leiðsöguðmaður en Guðmundur Árni Ólafsson í hótelgeiranum. vísir/gva „Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel." Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel."
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00