Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2017 18:45 Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06
Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30