Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2017 18:45 Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06
Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30