Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að tryggja megi að viðræður ESB og breskra stjórnvalda vegna útgöngu Bretlands, muni ganga eins snuðrulaust og kostur er.
„Ég fagna því sem forsætisráðherra Bretlands sagði í gær. Þegar bresk stjórnvöld hafa virkjað fimmtugustu greinina [Lissabon-sáttmálans] munu viðræðurnar hefjast og ég mun gera allt til að sjá til þess að reglum verði fylgt og viðræðurnar skili árangri,“ sagði Juncker í ræðu sem hann flutti á Evópuþinginu í Strasbourg fyrr í dag.
May hélt í gær ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Sagði hún meðal annars að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði ESB eftir útgöngu þar sem slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu.
May sagði þó að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað.
Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, fagnaði sömuleiðis ræðu May en lagði áherslu á að viðræðurnar sem framundan væru yrði ekki auðveldar. Malta fer með formennsku í ráðherraráðinu fyrri hluta árs 2017.
Búist er við að bresk stjórnvöld muni virkja 50. grein Lissabonsáttmálans fyrir marslok.
Juncker fagnar Brexit-ræðu May
Tengdar fréttir

Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT
"Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis.“

May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum
Theresa May sagði að breska þingið muni fá að greiða atkvæði um lokasamning Bretlands og ESB um hvernig sambandinu verði háttað eftir útgöngu.

May stefnir á „hart Brexit“
Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu.