Hugsun í höftum Þröstur Ólafsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar