KR-ingar fengu 1. deildarlið Vals | Vesturlandsslagur hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:17 Benedikt Blöndal og félagar í Val fá Íslands- og bikarmeistara KR í undanúrslitunum. Vísir/Anton Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira
Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira
Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59
Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00
Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27
Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58
Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08