Opnaði sig um kvíðann og veikindin: „Vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2017 13:30 Lovísa Falsdóttir gekk til liðs við Grindvíkinga fyrir tímabilið. „Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
„Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli