Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 16:24 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira