Munu rannsaka tilkynningar FBI um tölvupóst Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 20:48 Rannsóknin á tölvupóstamáli Hillary Clinton verður nú rannsökuð. vísir/getty Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent