Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 19:21 Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59