Listamannalaun – hví þessi læti? Guðmundur Edgarsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun