Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 10:51 Donald Trump fór hörðum orðum um skýrsluna í gær. Vísir/Getty Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51
Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11