Opið bréf til þingmanna Guðjón Jensson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar