Er Ítalía núna öruggt land fyrir flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 11. janúar 2017 14:54 Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar