Mótmælt víða um Bandaríkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 22:15 Mótmæli við John F. Kennedy flugvöllinn í New York. vísir/epa Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16