Aron um hugmyndir Kristjáns: Vanvirðing að gefa leikmönnum landsliðssæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 09:00 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Visir Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira