Trump fyrirskipar byggingu múrsins við Mexíkó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir margar fyrirskipanir þessa dagana. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28
Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00
Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03
Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14