Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðu sína: „You Ain't Seen Nothing Yet“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 20:23 „Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49
Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent