Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðu sína: „You Ain't Seen Nothing Yet“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 20:23 „Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
„Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49
Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33