Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 11:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira