Einstaklingarnir hans Bjarna Ögmundur Jónasson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun