Einstaklingarnir hans Bjarna Ögmundur Jónasson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun