Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd atli ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 11:54 Varaforsetinn Mike Pence og starfsmannastjórinn Reince Priebus fylgjast með Donald Trump undirrita fyrstu forsetatilskipun sína í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira