Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd atli ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 11:54 Varaforsetinn Mike Pence og starfsmannastjórinn Reince Priebus fylgjast með Donald Trump undirrita fyrstu forsetatilskipun sína í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira