Erlent

Demókratar fresta atkvæðagreiðslu um ráðherra Trump

atli ísleifsson skrifar
Demókratar vilja afla frekari upplýsinga um Stephen Mnuchin.
Demókratar vilja afla frekari upplýsinga um Stephen Mnuchin. Vísir/afp
Þingmenn Demókrata í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ákveðið að sniðganga atkvæðagreiðslur um tvo ráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðagreiðslunni hefur því verið frestað.

BBC greinir frá.

Demókratar segja að afla þurfi frekari upplýsinga um þá Tom Price, sem Trump hefur valið sem heilbrigðisráðherra, og Stephen Mnuchin sem Trump vill gera að fjármálaráðherra landsins.

Þingmenn munu í dag greiða atkvæði um nokkra ráðherra, meðal annars Jeff Sessions, sem Trump tilnefndi sem dómsmálaráðherra.

Trump rak í gær starfandi dómsmálaráðherra landsins, Sally Yates, og sakaði hana um svik.

Yates hafði dregið lögmæti ferðabanns Trump gegn sjö múslimaríkjum í Mið-Austurlöndum og Afríku í efa og skipað starfsmönnum sínum að verja það ekki fyrir dómstólum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×