Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 10:51 Íbúar hafa lagt blómvendi við moskuna í Quebec. Vísir/AFP Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14
Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00