Þaggað niður í gagnrýni á dómsmálaráðherraefni Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 19:45 Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas. Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas.
Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00
Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47