Erlent

Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald og Ivanka Trump.
Donald og Ivanka Trump. Vísir/EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans. Reuters greinir frá.

Í tilkynningu frá Nordstrom, einni stærstu verslunarkeðju Bandaríkjanna segir að ákvörðunin hafi ekki verið pólitísk, vörurnar hefðu einfaldlega ekki selst vel.

Þetta virðist hafa farið öfugt ofan í Trump sem gagnrýndi verslunarkeðjuna á Twitter í dag. Þar sagði hann að Nordstrom hefði farið illa með Ivönku sem væri frábær manneskja.

Hlutabréf í Nordstrom lækkuðu í fyrstu um 0,7 prósent eftir tístið frá Trump en náði sér aftur á strik síðar um daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×