Erlent

Herinn heimilar lagningu umdeildrar olíuleiðslu í Norður-Dakóta

atli ísleifsson skrifar
Hávær mótmæli voru gegn lagningu línunnar og á tímabili söfnuðust þúsundir mótmælenda á svæðið til að tryggja að ekki yrði lagst í framkvæmdirnar.
Hávær mótmæli voru gegn lagningu línunnar og á tímabili söfnuðust þúsundir mótmælenda á svæðið til að tryggja að ekki yrði lagst í framkvæmdirnar. Vísir/AFP
Bandaríkjaher hefur tilkynnt Bandaríkjaþingi að leyfi verði veitt eftir allt saman fyrir umdeildri olíuleiðslu sem meðal annars liggur um verndarsvæði frumbyggja í Norður-Dakota. BBC segir frá þessu.

Hávær mótmæli voru gegn lagningu línunnar og á tímabili söfnuðust þúsundir mótmælenda á svæðið til að tryggja að ekki yrði lagst í framkvæmdirnar.

Herinn, sem hefur úrslitavald í deilunni, ákvað síðan að fallast ekki á lagningu línunnar um hið umdeilda svæði. Nú þegar Donald Trump er orðinn forseti er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og í bréfi sem herinn sendi þinginu segir að eftir endurskoðun, sem gerð hafi verið að beiðni forsetans, hafi verið ákveðið að veita leyfið.

Olíuleiðslan sem um ræðir er alls 1.886 kílómetra löng og nær alls til fjögurra ríkja. Þó á eftir að leggja um 1,5 kílómetra hluta hennar, undir Oahe-vatn í Norður-Dakota, þar sem mótmælendur hafa hafist við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×