DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:20 Betsy DeVos er nýr menntamálaráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings. Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings.
Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15