Lungun orðin risastór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 07:00 Aníta Hinriksdóttir kemur hér í mark á nýju Íslandsmeti. Vísir/Hann Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira