Erlent

Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi.
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi. Vísir/EPA
Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands.

Efnahagsráðherrann fyrrverandi er talinn líklegir til þess að sigra í forsetakosningunum í Frakklandi sem haldnar verða í apríl og maí. Í ræðu sinni á flokksþingi stjórnmálahreyfingar sinnar bauð hann alla þá sem óttast stefnu Trump að flytja til Frakklands.

„Ég vil að allir þeir sem eru holdgervingar nýsköpunar og yfirburða í Bandaríkjunum hlusti á það sem ég segi. Frá og með maí getið þið öðlast nýtt heimaland, Frakkland,“ sagði Macron.

Talaði hann einkum til vísindamanna sem starfa á sviði rannsókna á hnattrænni hlýnun og endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá bauð hann einnig fræðimenn og fyrirtæki sem óttast stefnu Trump velkomna til Frakklands. Vill Macron að Frakkland verði heimavöllur nýsköpunar í heiminum.

Macron hefur grætt töluvert á hneykslismáli sem umvafið hefur framboð Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana. Skoðanakannanir sýna að Macron myndi sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð kosninganna.


Tengdar fréttir

Nýjar ásakanir á hendur Francois Fillon

Forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana er sakaður um að hafa í krafti stöðu sinnar útvegað eiginkonu sinni og börnum laun úr opinberum sjóðum fyrir litla sem enga vinnu.

Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons

Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a

Hamon verður á kjörseðlinum

Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×