Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs haldið á flugvelli vegna tilskipunar Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 10:45 Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Vísir/AFP Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var stoppaður á flugvellinum í Washington á miðvikudag og yfirheyrður í um klukkustund vegna tilskipunar Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Að sögn Bondevik var ástæðan sú að í vegabréfi hans mátti sjá að hann hafði ferðast til Írans. Samkvæmt tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinað um inngöngu í Bandaríkin. Bondevik var að lokum sleppt og leyft að halda för sinni áfram en hann var á leið á fund með áhrifamönnum í Washington sem haldinn var í gær og var Donald Trump á meðal þeirra sem héldu þar erindi. „Það lítur út fyrir að þegar nafn á tilteknum löndum sést í vegabréfinu fari allt af stað. Þetta skapar óþarfa grun og mér fannst þetta töluvert ögrandi,“ sagði Bondevik í samtali við TV2 í Noregi.Sagði Bondevik, sem er með diplómatískt vegabréf, að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að óttast fyrrverandi forsætisráðherra sem hefði heimsótt landið í opinberum erindagjörðum oft og mörgum sinnu. Bondevik var forsætisráðherra Noregs á árunum 1997 til 2000 og aftur frá 2001 til 2005. Honum líkar ekki sú stefna sem Bandaríkin hafa tekið undir stjórn Trump. „Ég skil að menn hafi áhyggjur af hryðjuverkum en að einbeita sér að einum hóp er ekki í lagi. Ég hef áhyggjur af framtíðinni.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var stoppaður á flugvellinum í Washington á miðvikudag og yfirheyrður í um klukkustund vegna tilskipunar Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Að sögn Bondevik var ástæðan sú að í vegabréfi hans mátti sjá að hann hafði ferðast til Írans. Samkvæmt tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinað um inngöngu í Bandaríkin. Bondevik var að lokum sleppt og leyft að halda för sinni áfram en hann var á leið á fund með áhrifamönnum í Washington sem haldinn var í gær og var Donald Trump á meðal þeirra sem héldu þar erindi. „Það lítur út fyrir að þegar nafn á tilteknum löndum sést í vegabréfinu fari allt af stað. Þetta skapar óþarfa grun og mér fannst þetta töluvert ögrandi,“ sagði Bondevik í samtali við TV2 í Noregi.Sagði Bondevik, sem er með diplómatískt vegabréf, að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að óttast fyrrverandi forsætisráðherra sem hefði heimsótt landið í opinberum erindagjörðum oft og mörgum sinnu. Bondevik var forsætisráðherra Noregs á árunum 1997 til 2000 og aftur frá 2001 til 2005. Honum líkar ekki sú stefna sem Bandaríkin hafa tekið undir stjórn Trump. „Ég skil að menn hafi áhyggjur af hryðjuverkum en að einbeita sér að einum hóp er ekki í lagi. Ég hef áhyggjur af framtíðinni.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00