Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2017 17:15 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir/Samsett/Getty og EPA Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni í dag og ræddi þar bæði um komandi landsleik við Mexíkó í Las Vegas sem og um þá staðreynd að Lars Lagerbäck er orðinn þjálfari norska fótboltalandsliðsins. Heimir valdi svolítið öðruvísi hóp í Bandaríkjaferðina og þar á meðal var fyrirliði FH sem hefur ekki spilað landsleik í átta ár og tvítugur Skagamaður sem hefur aldrei spilað leik fyrir yngri landslið Íslands. Leikmenn í Englandi og á meginlandi Evrópu eru ekki til taks og því gat Heimir Hallgrímsson aðeins valið leikmann sem spila á Íslandi eða á Norðurlöndum. Heimir gat reyndar ekki fengið alla leikmenn úr liðum frá Norðurlöndum því sum leyfðu sínum mönnum ekki að fara.Aldrei eins erfitt að velja hópinn „Ég held að það hafi aldrei verið jafn erfitt að velja hópinn og að þessu sinni, Bæði vissum við það að skandínavísk lið voru búin að segja nei við okkur um ansi marga leikmenn og svo voru nokkur félög búin að gefa okkur gult ljós. Þau urðu öll rauð þegar á hólminn var komið, eðlilega, því það er stutt í mót í Danmörku til dæmis og svo eru flest lið í Noregi og Svíþjóð í æfingaferðum út og suður um heiminn, Það vilja auðvitað allir þjálfarar vera með allan hópinn sinn í svona verkefnum. Á endanum fengum við eiginlega nei um flesta leikmenn í Skandinavíu nema þeir sem voru þegar búin að gefa okkur loforð,“ sagði Heimir „Þetta dregur kannski ekki úr verkefninu en setur það í annað samhengi. Nú erum við meira að hugsa um framtíðina. Þetta eru leikmenn sem eru margir að taka sín fyrstu skref og það er gaman fyrir þá að nýta sér svona tækifæri. Þeir eiga reyna að nýta þetta fyrir sig á ferlinum og líka er gaman að geta gefið þeim fyrsta skrefið inn í landsliðsumhverfið. Það eru öðruvísi áherslur sem verða í leiknum en við hugsuðum í upphafi,“ sagði Heimir.Tryggvi Hrafn Haraldsson.Vísir/HannaSpennandi strákur sem á möguleika á að ná langt Heimir valdi meðal annars hinn tvítuga Tryggva Hrafn Haraldsson sem hefur aldrei spilað fyrir yngri landsliðin. Hvað sér hann fyrir sér með hann? „Þetta er spennandi strákur með marga hæfileika og möguleika á að ná langt. Það er spennandi að sjá hvernig hugarfarið hans er í svona verkefnum. Það kemur ýmislegt í ljós þegar þú spilar á móti þér betri leikmönnum í svona hópi sem er reyndari en þú ert vanur. Það er okkar hlutverk í svona verkefnum að reyna að leiðbeina og kenna þessum yngri strákum hluti. Við erum með gott teymi í landsliðinu sem geta hjálpað þeim en svo er það þeirra að nýta sér okkur og þennan möguleika. ,“ sagði Heimir. „Þetta sýnir líka jákvætt samstarf milli landsliðsins og félaganna þegar leikmaður eins Tryggvi er kominn með einn landsleik í landsliðið sem er númer 21 á heimsvísu. Þá verður verðgildi leikmannsins miklu meira og svo er það bara félagsins að taka næsta skref og nýta sér það,“ sagði Heimir.Þurfti bara leikreyndan leikstjórnanda og leiðtoga Heimir valdi líka fyrirliða Íslandsmeistara FH, Davíð Þór Viðarsson í hópinn en hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan 2009 og verður seint talinn einhver framtíðarmaður hjá liðinu. „Mér finnst eðlilegt að menn spyrji í hans tilfelli. Það hefur ekki verið stíll okkar Helga (Kolviðssonar) að velja eldri leikmenn í þessi verkefni. Samsetning hópsins er bara svo ofboðslega sérstök að þessu sinni og margir ungir og margir óreyndir. Það þurfti bara leikreyndan leikstjórnanda og leiðtoga og Davíð „tikkar“ í öll þessu box og mun hjálpa þessum ungu strákum,“ sagði Heimir Fyrrum samþjálfari Heimis, Lars Lagerbäck, hætti með íslenska landsliðið síðasta sumar en hefur nú ráðið sig sem aðalþjálfara norska landsliðsins. „Ég var mikið inn í þeirri umræðu að reyna að halda honum hérna og ég get sagt það af heiðarleika að ég sjaldan orðið vitni af jafnmikilli tilraun til að reyna að halda einum manni áfram í starfi eins og KSÍ gerði gagnvart honum. Geir var ötull í því að reyna að þvinga hann til að vera áfram og ég tók þátt í því líka,“ sagði Heimir.Vísir/EPAHonum var farið að kitla að byrja aftur „Hann var bara á þeim tíma harður á því að hann væri orðinn þreyttur og þyrfti á hvíld að halda. Svo fékk hann hana og var í aukahlutverki að bak við tjöldin hjá Svíum. Honum var farið að kitla að byrja aftur,“ sagði Heimir „Ég heyrði í honum í morgun. Konan hans hafði lesið samfélagsmiðla á Íslandi og þar var eitthvað neikvætt um þetta. Hann hafði áhyggjur af því að Íslendingum þætti ekki lengur vænt um hann. Ég sagði honum að það væri ekki vandamálið því það yrði aldrei þannig,“ sagði Heimir en var Lars kannski bara orðinn þreyttur á Heimi? „Það getur verið því ég get verið alveg hundleiðinlegur. En að öllum gamni slepptu þá var mikið álag á öllum á þessum tímapunkti og svar þetta líklega eitthvað sem hann var búinn að bíta í sig að hætta eftir þennan tíma. Þetta var frábært tímapunktur fyrir hann eftir allt þetta góða starf að hætta,“ sagði Heimir.Vísir/GettyGetur bætt einni rós til viðbótar í hnappagatið á sínum þjálfaraferli „Ég hugsa að hann sjái svona svipað fyrir sér núna þegar hann tekur við Noregi. Þeir eru í sögulegri lægð og það eru nú ekki margar leiðir en upp á við fyrir Noreg. Hann getur bætt einni rós til viðbótar í hnappagatið á sínum þjálfaraferli með Noregi,“ sagði Heimir. „Ég sagði honum að hafa engar áhyggjur af því að Íslendingum þætti ekki lengur vænt um hann. Hann fengi alveg að koma inn um hliðið þegar hann kæmi í Leifsstöð næst,“ sagði Heimir en vildi Heimir ekki bara vera einn með íslenska landsliðið. „Ég vildi alveg vera einn með landsliðið en ég vildi líka vera með honum. Ég var ekkert hræddur við það að taka einn við landsliðinu. Ég vildi hafa karlinn áfram. Það var bæði lærdómsríkt og gaman að vinna með honum. Við erum góðir vinir og verðum það áfram. Ég stóð aldrei í vegi fyrir því að hann yrði áfram þó að ég væri ekki hræddur við að taka við landsliðinu einn,“ sagði Heimir. Það má heyra allt spjallið við Heimi Hallgrímsson í spilaranum hér fyrir ofan.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni í dag og ræddi þar bæði um komandi landsleik við Mexíkó í Las Vegas sem og um þá staðreynd að Lars Lagerbäck er orðinn þjálfari norska fótboltalandsliðsins. Heimir valdi svolítið öðruvísi hóp í Bandaríkjaferðina og þar á meðal var fyrirliði FH sem hefur ekki spilað landsleik í átta ár og tvítugur Skagamaður sem hefur aldrei spilað leik fyrir yngri landslið Íslands. Leikmenn í Englandi og á meginlandi Evrópu eru ekki til taks og því gat Heimir Hallgrímsson aðeins valið leikmann sem spila á Íslandi eða á Norðurlöndum. Heimir gat reyndar ekki fengið alla leikmenn úr liðum frá Norðurlöndum því sum leyfðu sínum mönnum ekki að fara.Aldrei eins erfitt að velja hópinn „Ég held að það hafi aldrei verið jafn erfitt að velja hópinn og að þessu sinni, Bæði vissum við það að skandínavísk lið voru búin að segja nei við okkur um ansi marga leikmenn og svo voru nokkur félög búin að gefa okkur gult ljós. Þau urðu öll rauð þegar á hólminn var komið, eðlilega, því það er stutt í mót í Danmörku til dæmis og svo eru flest lið í Noregi og Svíþjóð í æfingaferðum út og suður um heiminn, Það vilja auðvitað allir þjálfarar vera með allan hópinn sinn í svona verkefnum. Á endanum fengum við eiginlega nei um flesta leikmenn í Skandinavíu nema þeir sem voru þegar búin að gefa okkur loforð,“ sagði Heimir „Þetta dregur kannski ekki úr verkefninu en setur það í annað samhengi. Nú erum við meira að hugsa um framtíðina. Þetta eru leikmenn sem eru margir að taka sín fyrstu skref og það er gaman fyrir þá að nýta sér svona tækifæri. Þeir eiga reyna að nýta þetta fyrir sig á ferlinum og líka er gaman að geta gefið þeim fyrsta skrefið inn í landsliðsumhverfið. Það eru öðruvísi áherslur sem verða í leiknum en við hugsuðum í upphafi,“ sagði Heimir.Tryggvi Hrafn Haraldsson.Vísir/HannaSpennandi strákur sem á möguleika á að ná langt Heimir valdi meðal annars hinn tvítuga Tryggva Hrafn Haraldsson sem hefur aldrei spilað fyrir yngri landsliðin. Hvað sér hann fyrir sér með hann? „Þetta er spennandi strákur með marga hæfileika og möguleika á að ná langt. Það er spennandi að sjá hvernig hugarfarið hans er í svona verkefnum. Það kemur ýmislegt í ljós þegar þú spilar á móti þér betri leikmönnum í svona hópi sem er reyndari en þú ert vanur. Það er okkar hlutverk í svona verkefnum að reyna að leiðbeina og kenna þessum yngri strákum hluti. Við erum með gott teymi í landsliðinu sem geta hjálpað þeim en svo er það þeirra að nýta sér okkur og þennan möguleika. ,“ sagði Heimir. „Þetta sýnir líka jákvætt samstarf milli landsliðsins og félaganna þegar leikmaður eins Tryggvi er kominn með einn landsleik í landsliðið sem er númer 21 á heimsvísu. Þá verður verðgildi leikmannsins miklu meira og svo er það bara félagsins að taka næsta skref og nýta sér það,“ sagði Heimir.Þurfti bara leikreyndan leikstjórnanda og leiðtoga Heimir valdi líka fyrirliða Íslandsmeistara FH, Davíð Þór Viðarsson í hópinn en hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan 2009 og verður seint talinn einhver framtíðarmaður hjá liðinu. „Mér finnst eðlilegt að menn spyrji í hans tilfelli. Það hefur ekki verið stíll okkar Helga (Kolviðssonar) að velja eldri leikmenn í þessi verkefni. Samsetning hópsins er bara svo ofboðslega sérstök að þessu sinni og margir ungir og margir óreyndir. Það þurfti bara leikreyndan leikstjórnanda og leiðtoga og Davíð „tikkar“ í öll þessu box og mun hjálpa þessum ungu strákum,“ sagði Heimir Fyrrum samþjálfari Heimis, Lars Lagerbäck, hætti með íslenska landsliðið síðasta sumar en hefur nú ráðið sig sem aðalþjálfara norska landsliðsins. „Ég var mikið inn í þeirri umræðu að reyna að halda honum hérna og ég get sagt það af heiðarleika að ég sjaldan orðið vitni af jafnmikilli tilraun til að reyna að halda einum manni áfram í starfi eins og KSÍ gerði gagnvart honum. Geir var ötull í því að reyna að þvinga hann til að vera áfram og ég tók þátt í því líka,“ sagði Heimir.Vísir/EPAHonum var farið að kitla að byrja aftur „Hann var bara á þeim tíma harður á því að hann væri orðinn þreyttur og þyrfti á hvíld að halda. Svo fékk hann hana og var í aukahlutverki að bak við tjöldin hjá Svíum. Honum var farið að kitla að byrja aftur,“ sagði Heimir „Ég heyrði í honum í morgun. Konan hans hafði lesið samfélagsmiðla á Íslandi og þar var eitthvað neikvætt um þetta. Hann hafði áhyggjur af því að Íslendingum þætti ekki lengur vænt um hann. Ég sagði honum að það væri ekki vandamálið því það yrði aldrei þannig,“ sagði Heimir en var Lars kannski bara orðinn þreyttur á Heimi? „Það getur verið því ég get verið alveg hundleiðinlegur. En að öllum gamni slepptu þá var mikið álag á öllum á þessum tímapunkti og svar þetta líklega eitthvað sem hann var búinn að bíta í sig að hætta eftir þennan tíma. Þetta var frábært tímapunktur fyrir hann eftir allt þetta góða starf að hætta,“ sagði Heimir.Vísir/GettyGetur bætt einni rós til viðbótar í hnappagatið á sínum þjálfaraferli „Ég hugsa að hann sjái svona svipað fyrir sér núna þegar hann tekur við Noregi. Þeir eru í sögulegri lægð og það eru nú ekki margar leiðir en upp á við fyrir Noreg. Hann getur bætt einni rós til viðbótar í hnappagatið á sínum þjálfaraferli með Noregi,“ sagði Heimir. „Ég sagði honum að hafa engar áhyggjur af því að Íslendingum þætti ekki lengur vænt um hann. Hann fengi alveg að koma inn um hliðið þegar hann kæmi í Leifsstöð næst,“ sagði Heimir en vildi Heimir ekki bara vera einn með íslenska landsliðið. „Ég vildi alveg vera einn með landsliðið en ég vildi líka vera með honum. Ég var ekkert hræddur við það að taka einn við landsliðinu. Ég vildi hafa karlinn áfram. Það var bæði lærdómsríkt og gaman að vinna með honum. Við erum góðir vinir og verðum það áfram. Ég stóð aldrei í vegi fyrir því að hann yrði áfram þó að ég væri ekki hræddur við að taka við landsliðinu einn,“ sagði Heimir. Það má heyra allt spjallið við Heimi Hallgrímsson í spilaranum hér fyrir ofan.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira