Einblína á að verjast íslamskri öfgastefnu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 23:40 Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55
Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39