Einblína á að verjast íslamskri öfgastefnu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 23:40 Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55
Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39