Lektor í HÍ segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra en fyrir börnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 19:00 Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti