Orð og efndir Ingimar Einarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Á síðustu árum hefur verið fróðlegt að fylgjast með yfirlýsingum stjórnvalda um nauðsyn þess að efla heilbrigðisþjónustuna og byggja upp og styrkja alla meginþætti hennar, einkum og sér í lagi heilsugæslu, öldrunarþjónustu og sjúkrahúsþjónustu. En þrátt fyrir góðan hug virðist, hin síðari ár, sem ráðandi meirihluta hverju sinni sé fyrirmunað að fjármagna og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að byggja upp nútíma heilbrigðiskerfi.Heilbrigðismál í forgang Engu að síður var það mikið gleðiefni þegar spurðist í byrjun árs að ný ríkisstjórn ætlaði að setja heilbrigðismál í forgang. Í stefnuyfirlýsingu hennar er því heitið að örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, skyldi verða forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut skyldi hraðað og byggingu meðferðarkjarna lokið árið 2023, eða eftir sex ár. Það voru þó engin ný tíðindi því í viðtali við Morgunblaðið 27. apríl 2016 hafði Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf., lýst því yfir að nýr meðferðarkjarni yrði tilbúinn 2023.Óskhyggja Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem gefnar eru út yfirlýsingar um eflingu heilbrigðiskerfisins á liðnum árum. Í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna þann 8. janúar 2015 undirrituðu þrír ráðherrar og forsvarsmenn Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Þetta samkomulag nær m.a. til byggingar nýs Landspítala, markvissrar endurnýjunar tækjabúnaðar, aukinna fjárveitinga, meiri skilvirkni, vaxandi samvinnu, markvissari verkaskiptingar og aukinnar samkeppnishæfni íslenska heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert, hafa fjárframlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu nánast staðið í stað frá þeim tíma. Því má spyrja hvort hér hafi óskhyggja ráðið meiru um för en ásetningur um markvissar aðgerðir til að styrkja heilbrigðisþjónustuna.Undirskriftasöfnun Það kom því ekki á óvart að þegar á árinu 2016 skyldu þekktir einstaklingar ráðast í undirskriftasöfnun undir heitinu „Endurreisum heilbrigðiskerfið“. Alls skrifuðu 86.761 manns undir yfirlýsingu þar sem þess var krafist að hlutdeild heilbrigðisþjónustu í landsframleiðslu hækkaði úr 8,7% í 11% eða um 50 milljarða króna og yrði þannig sambærilegt við það sem best gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Í framhaldinu urðu heilbrigðismál síðan aðalmál kosningabaráttunnar haustið 2016. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun 2017-2021 er þó ekki við því að búast að fjárframlög til heilbrigðisþjónustunnar muni aukast um meira en 30 milljarða á þessu fimm ára tímabili. Í byrjun næsta áratugar mun því miðað við ofangreindar forsendur vanta 20 milljarða króna inn í rekstur heilbrigðiskerfisins.Fjármögnun ekkert vandamál Á sama tíma og öll tormerki eru talin vera á því að ráðast í uppbyggingu eða endurreisn heilbrigðiskerfisins á nokkrum árum, hefur verið bent á skuldabréfafjármögnun sem vænlega leið. Á fundi sem Félag atvinnurekenda stóð fyrir í byrjun ársins 2016 var fullyrt að auðveldlega mætti fjármagna byggingu Landspítalans með skuldabréfaútboði, a.m.k. að hluta til. Skuldastaða ríkisins færi batnandi með niðurgreiðslu lána og þar með lækkaði sömuleiðis vaxtakostnaður og svigrúm til nýrra framkvæmda ykist. Fjármögnun nýs Landspítala væri ekkert vandamál.Stöðugleikaframlag Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaframlag og stöðugleikaskattur hafa mikið verið til umræðu í tengslum við uppgjör við slitabú föllnu viðskiptabankanna og losun gjaldeyrishafta. Sáu flestir fyrir sér að afraksturinn, hvort sem væri í mynd stöðugleikaframlags eða stöðugleikaskatts, yrði nýttur til að styrkja sérstaklega heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og samgöngukerfi landsins. Á haustdögum 2016 kom fram að þær greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna væru um 491 milljarður og gætu farið í 599 milljarða ef virði eigna hækkaði, auk annarra ráðstafana. Stöðugleikaframlag Glitnis er 229 milljarðar, Kaupþings 127 milljarðar og Gamla Landsbankans 23 milljarðar.Ráðstöfun eigna Komið hefur verið á fót einkahlutafélaginu Lindarhvol ehf. sem annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þessum eignum verður ráðstafað. Danir völdu á sínum tíma að stofna sérstakan sjóð (Kvalitetsfonden) til að fjármagna megnið af uppbyggingu nýs sjúkrahúsakerfis. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti lagt áherslu á að borga niður skuldir en spurningin er hvort ekki sé nú einnig svigrúm til að styrkja innviði heilbrigðis- og velferðarkerfisins og standa við þau fyrirheit sem allir stjórnmálaflokkar fylktu sér um í kosningabaráttunni haustið 2016. Enn fremur er ekki ólíklegt að draga megi einhverja lærdóma af reynslu Dana og annarra nágrannaþjóða okkar í þessum efnum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið fróðlegt að fylgjast með yfirlýsingum stjórnvalda um nauðsyn þess að efla heilbrigðisþjónustuna og byggja upp og styrkja alla meginþætti hennar, einkum og sér í lagi heilsugæslu, öldrunarþjónustu og sjúkrahúsþjónustu. En þrátt fyrir góðan hug virðist, hin síðari ár, sem ráðandi meirihluta hverju sinni sé fyrirmunað að fjármagna og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að byggja upp nútíma heilbrigðiskerfi.Heilbrigðismál í forgang Engu að síður var það mikið gleðiefni þegar spurðist í byrjun árs að ný ríkisstjórn ætlaði að setja heilbrigðismál í forgang. Í stefnuyfirlýsingu hennar er því heitið að örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, skyldi verða forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut skyldi hraðað og byggingu meðferðarkjarna lokið árið 2023, eða eftir sex ár. Það voru þó engin ný tíðindi því í viðtali við Morgunblaðið 27. apríl 2016 hafði Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf., lýst því yfir að nýr meðferðarkjarni yrði tilbúinn 2023.Óskhyggja Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem gefnar eru út yfirlýsingar um eflingu heilbrigðiskerfisins á liðnum árum. Í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna þann 8. janúar 2015 undirrituðu þrír ráðherrar og forsvarsmenn Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Þetta samkomulag nær m.a. til byggingar nýs Landspítala, markvissrar endurnýjunar tækjabúnaðar, aukinna fjárveitinga, meiri skilvirkni, vaxandi samvinnu, markvissari verkaskiptingar og aukinnar samkeppnishæfni íslenska heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert, hafa fjárframlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu nánast staðið í stað frá þeim tíma. Því má spyrja hvort hér hafi óskhyggja ráðið meiru um för en ásetningur um markvissar aðgerðir til að styrkja heilbrigðisþjónustuna.Undirskriftasöfnun Það kom því ekki á óvart að þegar á árinu 2016 skyldu þekktir einstaklingar ráðast í undirskriftasöfnun undir heitinu „Endurreisum heilbrigðiskerfið“. Alls skrifuðu 86.761 manns undir yfirlýsingu þar sem þess var krafist að hlutdeild heilbrigðisþjónustu í landsframleiðslu hækkaði úr 8,7% í 11% eða um 50 milljarða króna og yrði þannig sambærilegt við það sem best gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Í framhaldinu urðu heilbrigðismál síðan aðalmál kosningabaráttunnar haustið 2016. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun 2017-2021 er þó ekki við því að búast að fjárframlög til heilbrigðisþjónustunnar muni aukast um meira en 30 milljarða á þessu fimm ára tímabili. Í byrjun næsta áratugar mun því miðað við ofangreindar forsendur vanta 20 milljarða króna inn í rekstur heilbrigðiskerfisins.Fjármögnun ekkert vandamál Á sama tíma og öll tormerki eru talin vera á því að ráðast í uppbyggingu eða endurreisn heilbrigðiskerfisins á nokkrum árum, hefur verið bent á skuldabréfafjármögnun sem vænlega leið. Á fundi sem Félag atvinnurekenda stóð fyrir í byrjun ársins 2016 var fullyrt að auðveldlega mætti fjármagna byggingu Landspítalans með skuldabréfaútboði, a.m.k. að hluta til. Skuldastaða ríkisins færi batnandi með niðurgreiðslu lána og þar með lækkaði sömuleiðis vaxtakostnaður og svigrúm til nýrra framkvæmda ykist. Fjármögnun nýs Landspítala væri ekkert vandamál.Stöðugleikaframlag Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaframlag og stöðugleikaskattur hafa mikið verið til umræðu í tengslum við uppgjör við slitabú föllnu viðskiptabankanna og losun gjaldeyrishafta. Sáu flestir fyrir sér að afraksturinn, hvort sem væri í mynd stöðugleikaframlags eða stöðugleikaskatts, yrði nýttur til að styrkja sérstaklega heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og samgöngukerfi landsins. Á haustdögum 2016 kom fram að þær greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna væru um 491 milljarður og gætu farið í 599 milljarða ef virði eigna hækkaði, auk annarra ráðstafana. Stöðugleikaframlag Glitnis er 229 milljarðar, Kaupþings 127 milljarðar og Gamla Landsbankans 23 milljarðar.Ráðstöfun eigna Komið hefur verið á fót einkahlutafélaginu Lindarhvol ehf. sem annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þessum eignum verður ráðstafað. Danir völdu á sínum tíma að stofna sérstakan sjóð (Kvalitetsfonden) til að fjármagna megnið af uppbyggingu nýs sjúkrahúsakerfis. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti lagt áherslu á að borga niður skuldir en spurningin er hvort ekki sé nú einnig svigrúm til að styrkja innviði heilbrigðis- og velferðarkerfisins og standa við þau fyrirheit sem allir stjórnmálaflokkar fylktu sér um í kosningabaráttunni haustið 2016. Enn fremur er ekki ólíklegt að draga megi einhverja lærdóma af reynslu Dana og annarra nágrannaþjóða okkar í þessum efnum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar