Ljóst er hver sá sem verður fyrir valinu var ekki fyrsta val Trump, en í nótt var greint frá því að Robert Harward, fyrrverandi aðstoðaraðmíráll í bandaríska hernum, hafi hafnað boði Trump af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum.
Mikil pressa er nú á forsetanum í kjölfar þess að Michael Flynn hrökklaðist úr embættinu eftir að í ljós kom að hann hafði átt í samskiptum við sendiherra Rússa áður en hann tók við embætti.
Trump skipaði hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða í kjölfar afsagnar Flynn.
„Keith Kellogg hershöfðingi, sem ég hef þekkt lengi, kemur mjög til greina sem þjóðaröryggisráðgjafi, ásamt þremur til viðbótar,“ sagði Trump á Twitter í dag, án þess þó að tilgreina þá sérstaklega.
General Keith Kellogg, who I have known for a long time, is very much in play for NSA - as are three others.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017