Haukar geta gert það í kvöld sem þeim hefur ekki tekist í 77 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 17:00 Það gengur ekkert hjá Emil Barja og félögum að landa sigri í jöfnum leikjum á útivöllum. Vísir/Anton Fjórir leikir fara fram í 17. umferð Domino´s deildar karla í kvöld og þar á meðal er leikur ÍR og Hauka í Hertz hellinum í Seljaskóla. Haukar eru tveimur stigum á eftir ÍR en bæði lið teljast vera samtímis í fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það er því mikið undir í þessum leik liðanna í kvöld. Haukar hafa ekki unnið útileik síðan að þeir heimsóttu Snæfelli í Stykkishólm 1. desember síðastliðinn eða fyrir 77 dögum síðan.Frá þeim tíma hefur Haukaliðið tapað fjórum útileikjum á móti KR, Þór Þorl., Skallagrím og Tindastól. Í viðbæt bætist síðan tapleikur á móti 1. deildarliði Vals í Maltbikarnum. ÍR-ingar hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu í Seljaskólanum en Breiðholtsliðið hefur unnið fjóra heimaleiki í röð eða alla heimaleiki sína á fyrrnefndum 77 dögum. ÍR hefur unnið í þessum fjórum leikjum lið Þór Þorl, lið Njarðvíkur, lið Stjörnunnar og lið Skallagríms en þrjú þeirra eru ofar í töflunni. Það er annars athyglisvert að skoða útileiki Haukaliðsins í vetur því liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum en þrír af tapleikjunum hafa komið í framlengingu og liðið hefur ekki tapað með meira en tíu stigum á útivelli í allan vetur. Vissulega sjö töp en fjögur þeirra með fimm stigum eða minna. Hlutirnir hafa svo sannarlega ekki fallið með Haukaliðinu í útileikjunum í vetur og nú er spurning hvort að það fari að breytast á endasprettinum. Þrátt fyrir að vera aðeins með þrettán prósent sigurhlutfall á útivelli í vetur þá hafa ennfremur aðeins þrjú af liðum deildarinnar (Þór Ak., Stjarnan og KR) skorað fleiri stig í leik á útivelli. Haukar eru með 87,6 stig að meðaltali í útileikjum sínum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins botnlið Snæfells (104,1) hefur fengið fleiri stig á sig í útileikjunum því Haukar hafa fengið á sig 90,8 stig.Útileikir Haukaliðsins í Domino´s deildinni í vetur: 26. janúar í Vesturbæ - 8 stiga tap fyrir KR (69-77) 20. janúar í Þorlákshöfn - 10 stiga tap fyrir Þór (84-94) 5. janúar í Borgarnesi - 2 stiga tap fyrir Skallagrím (102-104, framlenging) 15. desember á Sauðárkróki - 5 stiga tap fyrir Tindastól (82-87) 1. desember í Stykkishólmi - 17 stiga sigur á Snæfelli (78-95) 16. nóvember í Njarðvík - 10 stiga tap fyrir Njarðvík (88-98) 4. nóvember á Akureyri - 3 stiga tap fyrir Þór (93-96, framlenging) 13. október í Grindavík - 4 stiga tap fyrir Grindavík (88-92, framlenging) Dominos-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Fjórir leikir fara fram í 17. umferð Domino´s deildar karla í kvöld og þar á meðal er leikur ÍR og Hauka í Hertz hellinum í Seljaskóla. Haukar eru tveimur stigum á eftir ÍR en bæði lið teljast vera samtímis í fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það er því mikið undir í þessum leik liðanna í kvöld. Haukar hafa ekki unnið útileik síðan að þeir heimsóttu Snæfelli í Stykkishólm 1. desember síðastliðinn eða fyrir 77 dögum síðan.Frá þeim tíma hefur Haukaliðið tapað fjórum útileikjum á móti KR, Þór Þorl., Skallagrím og Tindastól. Í viðbæt bætist síðan tapleikur á móti 1. deildarliði Vals í Maltbikarnum. ÍR-ingar hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu í Seljaskólanum en Breiðholtsliðið hefur unnið fjóra heimaleiki í röð eða alla heimaleiki sína á fyrrnefndum 77 dögum. ÍR hefur unnið í þessum fjórum leikjum lið Þór Þorl, lið Njarðvíkur, lið Stjörnunnar og lið Skallagríms en þrjú þeirra eru ofar í töflunni. Það er annars athyglisvert að skoða útileiki Haukaliðsins í vetur því liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum en þrír af tapleikjunum hafa komið í framlengingu og liðið hefur ekki tapað með meira en tíu stigum á útivelli í allan vetur. Vissulega sjö töp en fjögur þeirra með fimm stigum eða minna. Hlutirnir hafa svo sannarlega ekki fallið með Haukaliðinu í útileikjunum í vetur og nú er spurning hvort að það fari að breytast á endasprettinum. Þrátt fyrir að vera aðeins með þrettán prósent sigurhlutfall á útivelli í vetur þá hafa ennfremur aðeins þrjú af liðum deildarinnar (Þór Ak., Stjarnan og KR) skorað fleiri stig í leik á útivelli. Haukar eru með 87,6 stig að meðaltali í útileikjum sínum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins botnlið Snæfells (104,1) hefur fengið fleiri stig á sig í útileikjunum því Haukar hafa fengið á sig 90,8 stig.Útileikir Haukaliðsins í Domino´s deildinni í vetur: 26. janúar í Vesturbæ - 8 stiga tap fyrir KR (69-77) 20. janúar í Þorlákshöfn - 10 stiga tap fyrir Þór (84-94) 5. janúar í Borgarnesi - 2 stiga tap fyrir Skallagrím (102-104, framlenging) 15. desember á Sauðárkróki - 5 stiga tap fyrir Tindastól (82-87) 1. desember í Stykkishólmi - 17 stiga sigur á Snæfelli (78-95) 16. nóvember í Njarðvík - 10 stiga tap fyrir Njarðvík (88-98) 4. nóvember á Akureyri - 3 stiga tap fyrir Þór (93-96, framlenging) 13. október í Grindavík - 4 stiga tap fyrir Grindavík (88-92, framlenging)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum