Eugenie Bouchard er sjálf 22 ára gömul og eins og er í 47. sæti á heimslistanum.
John Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti með hinni fjallmyndalegu Eugenie Bouchard.
John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu.
Í gærkvöldi fóru þau John Goehrke og Eugenie Bouchard saman á stefnumót en þau voru í bestu sætunum á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körufbolta.
Eugenie Bouchard stóð ekki bara við stóru orðin heldur setti mynd af þeim tveimur inn á Twtter eins og sjá má hér fyrir neðan.
Just met my 'Super Bowl Twitter Date' John On our way to the @BrooklynNets game! @punslayintwoodspic.twitter.com/DHRgY46smd
— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017
Það má með réttu segja að lífið leiki við hinn tvítuga John Goehrke þessa dagana. Hvort það verði eitthvað meira úr sambandinu verður aftur á móti að koma í ljós en það fór vel á með þeim á leiknum í nótt.
Bouchard er á meðal þeirra íþróttakvenna sem sitja fyrir í nýjasta sundfatahefti Sports Illustrated sem er að detta í búðir. Myndband af myndatökunni má sjá hér.