Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 21:49 Bandarískir sérsveitarmenn í Sýrlandi. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn. Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn.
Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00
Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15
Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56