Mismunun Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Netflix Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun