Erlent

Þessir eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Trump

atli ísleifsson skrifar
Keith Kellogg, David Petraeus og Robert Harward.
Keith Kellogg, David Petraeus og Robert Harward. Vísir/AFP
Fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi aðstoðaraðmíráll eru að finna að lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump.

Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hafi logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta.

Hver sá sem tekur við stöðunni mun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem ferðabanni Trump forseta og eldflaugatilraunum Norður-Kóreustjórnar svo eitthvað sé nefnt.

Kellogg starfandi ráðgjafi

Trump forseti hefur þegar skipað hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða. Samkvæmt heimildum AP ku Kellogg vera einn af þeim sem taldir eru líklegastir til að taka við stöðunni til frambúðar.

Þessir þrír eru taldir líklegastir til að taka við stöðunni:



Keith Kellogg
er fyrrverandi hörshöfðingi sem starfaði lengi í Írak. Hann starfaði sem ráðgjafi Trump í öryggis- og utanríkismálum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Hann var einnig talinn líklegur til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa forseta áður en Michael Flynn var skipaður.

David Petraeus er fyrrverandi hersöfðingi og var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2011 til 2012. Hann lét af störfum sem yfirmaður CIA þegar í ljós að hann hafi látið höfund ævisögu sinnar trúnaðarupplýsingar í té, auk þess að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með henni. Trump fór fögrum orðum um Petraeus í kosningabaráttunni og var hann lengi talinn líklegur til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.

Robert Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta skipunina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×