Her Norður-Kóreu skaut í gærkvöldi meðaldrægri eldflaug á loft. Þetta er fyrsta eldflaugatilraun ríkisins frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta.
Flauginni var skotið upp frá Banghyon flugvellinum og flaug að Japan. Flaugin endaði þó ekki í japanskri landhelgi.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Eftir að fréttir bárust af tilrauninni boðuðu Abe og Trump til blaðamannafundar. Abe sagði tilraunir Norður-Kóreu „algerlega ólíðandi.“
Trump fordæmdi tilraunir Norður-Kóreu og sagði að „Bandaríkin standa með Japan, okkar mikla bandamanni, 100 prósent.“
Segja eldflaugatilraunir Norður Kóreu „algerlega ólíðandi“
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
