Erlent

Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann ætli sér að ná kostnaði af byggingu múrsins við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó niður, en áður hefur verið talið að kostnaðurinn sé mun meiri heldur en yfirvöld þar í landi hafi gert ráð fyrir. Reuters greinir frá.

Forsetinn nýtti sér Twitter síðu sína, þar sem hann þvertók fyrir þessar staðhæfingar, og sagði hann að hann hefði ekki enn komið nærri hönnun múrsins, eða kostnaðaráætlunum um byggingu hans, en um leið og það muni gerast, muni verðið snarlækka.

Notaði hann sem dæmi nýleg kaup bandarískra stjórnvalda á F-35 orrustuþotum og forsetaflugvélinni þar sem honum tókst, að eigin sögn, að ná kostnaðinum niður.

Trump tók hins vegar ekki fram hvernig nákvæmlega hann ætlar að fara að því að ná kostnaðinum við framkvæmdirnar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×