Þrjú hundruð þúsund þjást Páll Stefánsson skrifar 11. febrúar 2017 14:00 Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. . Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. .
Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira