Erlent

Bað Trump um að taka Írak úr „múslimabanninu“

Samúel Karl Ólason skrifar
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak.
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak. Vísir/EPA
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, bað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjarlægja Írak af lista ríkja sem falla undir „múslimabannið“ svokallaða sem kæmi í veg fyrir að fólk frá Írak geti ferðast til Bandaríkjanna. Bannið hefur verið fellt niður af dómstólum og stefnir í að fara fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.

Þetta var í fyrsta sinn sem Abadi og Trump tala saman.

Ríkisstjórn Abadi sagði í tilkynningu að Trump hefði sagt mikilvægt að „finna lausn á málinu eins fljótt og auðið er“ og að hann myndi skipa Innanríkisráðuneytinu að gera það. Þá er Trump sagður hafa ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Írak og Abadi segist vilja styrkja tengsl ríkjanna á ýmsum sviðum.

Trump hefur heitið því að koma banninu aftur á, en samkvæmt því yrði fólki frá Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi ekki heimilt að ferðast til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×