Erlent

Bráðabirgðabann áfram á tilskipun Trump

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/EPA
Bandarískur áfrýjunardómstóll setti í kvöld bráðabirgðabann á umdeilda tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem bannar fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna.

Alríkisdómari í Seattle hafði áður fyrirskipað að tilskipuninni skyldi aflétt um öll Bandaríkin og setti bráðabirgðabann á hana. Var niðurstaða hans því staðfest af alríkisdómstólnum í dag.

Fastlega er búist við því að málið komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna sem mun þá kveða upp endanlegan dóm varðandi það hvort tilskipun Trump taki formlega gildi eða ekki.  

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði áður kært úrskurð alríkisdómarans en Trump var vægast sagt æfur yfir honum og sagði dómarann stofna þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu.

Á þriðjudag fór fram málflutningur fyrir alríkisdómstólnum um tilskipun forsetans. Þar voru lögmenn ríkisstjórnarinnar meðal annars spurðir að því hvort að þeir hefðu einhverjar sannanir fyrir því að ógn stafi af borgurum ríkjanna sjö sem bannið nær til en ekki fengust skýr svör við því í málflutningnum samkvæmt Reuters.

Trump var lítt glaður með niðurstöðuna.

Tengdar fréttir

Áfrýjunardómstóllinn hafnar tilskipun Trumps að sinni

Ákvörðun áfrýjunardómstólsins leiðir til þess að íbúum þessara sjö landa er nú heimilt að ferðast til Bandaríkjanna þar til málinu hefur verið gerð skil og klárað hefur verið að fara í gegnum öll gögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×