Dökkur Mozart er betri Jónas Sen skrifar 28. febrúar 2017 12:30 Auryn-kvartettinn ásamt Ásdísi Valdimarsdóttir. Visir/Vilhelm Karlmenn á efri árum eru gjarnan í erfiðleikum með blöðruhálskirtilinn. Þeir þurfa þá oftar að fara á klósettið en aðrir. Mikil búbót var því fyrir Kammermúsíkklúbbinn að flytja í Hörpu úr Bústaðakirkju, þar sem hann hafði verið lengi. Í kirkjunni er bara eitt klósett fyrir almenning og gestir klúbbsins, sem flestir eru komnir við aldur, voru yfirleitt í mestu vandræðum í hléinu. Sem betur fer er nóg af klósettum í Hörpu! Klúbburinn er sextugur um þessar mundir og var afmælinu fagnað um helgina. Mikið hefur gerst síðan hann varð til. Ásamt Tónlistarfélaginu sáluga var hann í lengri tíma eini vettvangurinn fyrir kammertónlist á Íslandi. Nú er öldin önnur, ýmsir kammerhópar eru hér starfandi og spila þeir víða um völl. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru haldnir í Norðurljósum og eru venjulega fjölsóttir. Sú var raunin á laugardaginn, en sami tónlistarhópur kom líka fram daginn eftir. Á efnisskránni voru strengjakvintettar eftir Mozart; fyrri daginn nr. 1, 5 og 3, en nr. 4, 6 og 2 á sunnudeginum. Flytjendur voru hinn heimsþekkti Auryn-kvartett ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Kvintettarnir tveir fyrir hlé voru í dúr-tóntegund, en mollinn réð ríkjum í kvintettinum eftir hlé. Fyrir þá sem ekki vita er dúrinn bjartur og glaðlegur, en mollinn dapurlegur og myrkur. Stundum er sagt að Mozart sé betri í moll en í dúr, þótt vissulega séu til undantekningar. Undirritaður er á þessari skoðun; tónskáldið nær einhverri dýpt sem oft er fjarverandi í dúrnum. Hvað er fegurra en 40. sinfónían í g-moll, píanókonsertarnir nr. 20 og 24 í d- og c-moll, píanósónatan í a-moll eða fiðlusónatan í e-moll? Það var alltént skemmtilegra á tónleikunum eftir hlé. Flutningurinn þar á undan var samt framúrskarandi, túlkunin var kraftmikil en stílhrein. Tæknilega séð örlaði aðeins á óhreinum tónum í fyrri kvintettinum, en þeir hurfu þegar hljóðfæraleikararnir voru komnir almennilega í gang. Kannski var leikurinn eilítið gleðisnauður, spilararnir voru eins og þaulreyndir bankamenn á viðskiptafundi, frekar en innblásnir listamenn. Hinsvegar var flutningurinn á síðasta kvintettinum í g-moll eftir hlé þrunginn skáldavímu, tónlistin var háleit og unaðsleg. Fimmmenningarnir spiluðu eins og einn maður, samspilið var fágað og smáatriðin í tónmálinu nostursamlega útfærð. Hröð tónahlaup voru útfærð á óaðfinnanlegan hátt, hrynjandin var hárnákvæm og snörp, allar hendingar fagurlega mótaðar. Það var dásamleg upplifun.Niðurstaða: Kvintettinn var nokkra stund að komast í gang, en svo héldu þeim engin bönd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. febrúar. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Karlmenn á efri árum eru gjarnan í erfiðleikum með blöðruhálskirtilinn. Þeir þurfa þá oftar að fara á klósettið en aðrir. Mikil búbót var því fyrir Kammermúsíkklúbbinn að flytja í Hörpu úr Bústaðakirkju, þar sem hann hafði verið lengi. Í kirkjunni er bara eitt klósett fyrir almenning og gestir klúbbsins, sem flestir eru komnir við aldur, voru yfirleitt í mestu vandræðum í hléinu. Sem betur fer er nóg af klósettum í Hörpu! Klúbburinn er sextugur um þessar mundir og var afmælinu fagnað um helgina. Mikið hefur gerst síðan hann varð til. Ásamt Tónlistarfélaginu sáluga var hann í lengri tíma eini vettvangurinn fyrir kammertónlist á Íslandi. Nú er öldin önnur, ýmsir kammerhópar eru hér starfandi og spila þeir víða um völl. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru haldnir í Norðurljósum og eru venjulega fjölsóttir. Sú var raunin á laugardaginn, en sami tónlistarhópur kom líka fram daginn eftir. Á efnisskránni voru strengjakvintettar eftir Mozart; fyrri daginn nr. 1, 5 og 3, en nr. 4, 6 og 2 á sunnudeginum. Flytjendur voru hinn heimsþekkti Auryn-kvartett ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Kvintettarnir tveir fyrir hlé voru í dúr-tóntegund, en mollinn réð ríkjum í kvintettinum eftir hlé. Fyrir þá sem ekki vita er dúrinn bjartur og glaðlegur, en mollinn dapurlegur og myrkur. Stundum er sagt að Mozart sé betri í moll en í dúr, þótt vissulega séu til undantekningar. Undirritaður er á þessari skoðun; tónskáldið nær einhverri dýpt sem oft er fjarverandi í dúrnum. Hvað er fegurra en 40. sinfónían í g-moll, píanókonsertarnir nr. 20 og 24 í d- og c-moll, píanósónatan í a-moll eða fiðlusónatan í e-moll? Það var alltént skemmtilegra á tónleikunum eftir hlé. Flutningurinn þar á undan var samt framúrskarandi, túlkunin var kraftmikil en stílhrein. Tæknilega séð örlaði aðeins á óhreinum tónum í fyrri kvintettinum, en þeir hurfu þegar hljóðfæraleikararnir voru komnir almennilega í gang. Kannski var leikurinn eilítið gleðisnauður, spilararnir voru eins og þaulreyndir bankamenn á viðskiptafundi, frekar en innblásnir listamenn. Hinsvegar var flutningurinn á síðasta kvintettinum í g-moll eftir hlé þrunginn skáldavímu, tónlistin var háleit og unaðsleg. Fimmmenningarnir spiluðu eins og einn maður, samspilið var fágað og smáatriðin í tónmálinu nostursamlega útfærð. Hröð tónahlaup voru útfærð á óaðfinnanlegan hátt, hrynjandin var hárnákvæm og snörp, allar hendingar fagurlega mótaðar. Það var dásamleg upplifun.Niðurstaða: Kvintettinn var nokkra stund að komast í gang, en svo héldu þeim engin bönd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. febrúar.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira